banner
miđ 21.júl 2010 00:52
Hafliđi Breiđfjörđ
Umfjöllun: Hallbera pantađi aflitun á ţjálfarann
watermark Valsstúlkur höfđu ćrna ástćđu til ađ fagna í kvöld.
Valsstúlkur höfđu ćrna ástćđu til ađ fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
watermark Liliana Martins skallar boltann eftir mikiđ krađak í teignum.
Liliana Martins skallar boltann eftir mikiđ krađak í teignum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
watermark Dóra María Lárusdóttir og Sara Atladóttir eigast viđ.
Dóra María Lárusdóttir og Sara Atladóttir eigast viđ.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
watermark 36 sekúndur liđnar og stöđutaflan sýnir ţegar 1-0 fyrir Val.
36 sekúndur liđnar og stöđutaflan sýnir ţegar 1-0 fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur 9-0 FH:
1-0 Katrín Gylfadóttir ('1)
2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('19)
3-0 Hallbera Guđný Gísladóttir ('30)
4-0 Hallbera Guđný Gísladóttir ('34)
5-0 Hallbera Guđný Gísladóttir ('37)
6-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('38)
7-0 Hallbera Guđný Gísladóttir ('57, víti)
8-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir ('77)
9-0 Björk Gunnarsdóttir ('92)

Kvennaliđ Vals burstađi FH í 11. umferđ Pepsi-deildar kvenna í kvöld en ţarna endurspeglađist í úrslitunum stađa liđanna í deildinni. Valur međ yfirburđarliđ á toppi deildarinnar en FH međ botninum eftir ađeins einn sigur í allt sumar.

Katrín Jónsdóttir fyrirliđi Vals var hvíld í dag og var ţess í stađ skráđ sem lćknir á leikskýrslu en ţađ er einmitt starf hennar í daglega lífinu. Silja Ţórđardóttir fyrirliđi FH var einnig frá keppni og skráđ sem ađstođarţjálfari á leikskýrslu í fjarveru Örnu Steinsen. Hjá FH vantađi einnig Sigrúnu Ellu Einarsdóttur sem er meidd en fleiri eru á meiđslalista Vals, Dagný Brynjarsdóttir og Málfríđur Erna Sigurđardóttir eru lengi frá og Rakel Logadóttir og Andrea Ýr Gústavsdóttir eru einnig meiddar.

Stóru tíđindin í leikmannahópi Vals voru ţó ţau ađ Guđný Björk Óđinsdóttir var komin í liđiđ á láni frá Kristianstad í Svíţjóđ og byrjađi á miđri miđjunni í kvöld en hún leikur međ liđinu út júlí.

Auđvitađ mátti alltaf búast viđ yfirburđum Vals í kvöld og ţćr létu strax til sín taka ţví ţađ var ađeins 21 sekúnda liđin ţegar FH vörnin brást og eftir slćm mistök barst boltinn til Katrínar Gylfadóttur sem skorađi međ góđu skoti í teignum.

Hallbera Guđný Gísladóttir var valin leikmađur 10. umferđar hér á Fótbolta.net og sagđi frá ţví í viđtali fyrr í dag ađ ţegar hún vćri búin ađ skora fjögur mörk í viđbót yrđi ţjálfarinn Freyr Alexandersson ađ aflita á sér háriđ. Hún var greinilega stađráđin í ađ láta ţađ gerast ţví seinni hlutann af fyrri hálfleiknum kom kafli ţar sem hún var allsráđandi.

Hún byrjađi á ađ leggja upp mark fyrir Kristínu Ýr Bjarnadóttur á 19. mínútu en eftir fylgdu svo ţrjú mörk frá henni sjálfri. Hún skorađi ţriđja mark Vals á 30. mínútu međ góđum bogabolta á markiđ eftir sendingu Katrínar, fjórđa markiđ fjórum mínútum síđar međ ţrumuskoti í slá og inn eftir góđan undirbúningar Guđnýjar Bjarkar sem skömmu áđur hafđi komist í dauđafćri sjálf en skotiđ framhjá.

Fimmta mark Vals og ţriđja mark Hallberu kom svo á 37. mínútu ţegar hún lyfti boltanum á fjćrhorniđ og skorađi sitt annađ mark međ hćgri sem er ekki venjulega hennar sterki fótur. Kristín Ýr skallađi svo inn sjötta mark Vals eftir fyrigjöf Thelmu Bjarkar mínútu síđar og leikurinn formlega búinn.

Ţrátt fyrir stöđuna í leiknum fengu FH-ingar fín fćri en María Björg Ágústsdóttir átti frábćran leik í marki Vals og varđi hvađ eftir annađ frá ţeim, ţar á međal fjórum sinnum ţar sem framherjar FH komust einir gegn henni og svo úr ţrengri fćrum.

Á 57. mínútu fór boltinn í hönd leikmanns FH og dómarinn gat ekki annađ en dćmt vítaspyrnu. Kristín Ýr Bjarnadóttir er vön ţví ađ taka vítaspyrnurnar en ákvađ ţarna ađ veita liđsfélaga hjálparhönd. Hallbera var komin međ ţrjú mörk í leiknum og eitt í viđbót myndi tryggja ţađ ađ Freyr ţyrfti ađ fara í aflitun. Kristín leyfđi Hallberu ađ taka spyrnuna, og hún skorađi örugglega og hljóp til Freys og fagnađi.

Í ţessum leik mćttust líklega tveir efnilegustu leikmenn landsins. Aldís Kara Lúđvíksdóttir er besti leikmađur FH liđsins ţrátt fyrir ađ vera ađeins 16 ára gömul og sýndi enn einn góđan leikinn í kvöld. Hún skorađi mark á 59. mínútu en ţađ var dćmt af vegna rangstöđu. Hjá Val kom Elín Metta Jensen inná í sínum öđrum leik, ţar fer leikmađur sem vílar ekkert fyrir sér ţrátt fyrir ađ vera ađeins 15 ára í kringum stóru stelpurnar og stóđ sig mjög vel.

Síđari hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og sá fyrri en Valsstúlkur skildu ţó ekki viđ hann án ţess ađ bćta viđ tveimur mörkum í viđbót. Fyrst skorađi Helga Sjöfn Jóhannesdóttir međ skalla eftir hornspyrnu á 78. mínútu og í uppbótartíma bćtti Björk Gunnarsdóttir níunda markinu viđ.

Lokatölur 9-0 sem er vel sanngjarnt. Valur er međ miklu betra fótboltaliđ en FH en ţó var oft á tíđum sem hvorugt liđiđ vćri ađ sýna sinn besta leik. Varnarleikur Valsliđsins var mjög tćpur oft á tíđum sem sleppur alveg gegn liđi eins og FH, en ţćr eiga mikilvćgan leik í undanúrslitum VISA-bikarsins á laugardaginn og ţá verđur ađ vera búiđ ađ bćta hann ef ekki á ađ fara illa á móti einu besta sóknarliđi landsins.

Menn leiksins: Hallbera Guđný Gísladóttir og María Björg Ágústsdóttir (Valur)
Áhorfendur: 150
Dómari: Ingi Fannar Eiríksson

Valur: María Björg Ágústsdóttir, Embla Sigríđur Grétarsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir (Ţorgerđur Elva Magnúsdóttir '81), Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Guđný Björk Óđinsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Katrín Gylfadóttir (Thelma Ólafsdóttir '63), Hallbera Guđný Gísladóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir (Elín Metta Jensen '66), Björk Gunnarsdóttir.
Varamenn: Ása Dögg Ađalsteinsdóttir, Heiđa Dröfn Antonsdóttir, Guđlaug Rut Ţórsdóttir, Sćunn Sif Heiđarsdóttir.

FH: Birna Berg, Berglind Arnardóttir, Ana Rita Andrade Gomes, Sigríđur Guđmundsdóttir, Sigmundína Sara Ţorgrímsdóttir (Guđrún Björg Eggertsdóttir '71), Sara Atladóttir, Liliana Martins, Joana Pavao (Halla Marinosdóttir '83), Margrét Sveinsdóttir (Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir '71), Aldís Kara Lúđvíksdóttir, Ástrós Lea Guđlaugsdóttir.
Varamenn: Iona Sjöfn Huntington Williams, Jóhanna Steinţóra Gústavsdóttir, Hildur Egilsdóttir, Hinrika Baldursdóttir.
banner
Nýjustu fréttirnar
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | lau 28. júlí 07:00
Björn Már Ólafsson
Björn Már Ólafsson | fim 05. júlí 17:22
ţriđjudagur 16. október
Landsliđ - U-21 karla EM 2019
00:00 Eistland-Albanía
00:00 Norđur-Írland-Slóvakía
16:45 Ísland-Spánn
Floridana völlurinn
fimmtudagur 15. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Belgía-Ísland
Koning Boudewijn Stadion
sunnudagur 18. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Sviss-Belgía