Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 10. maí 2011 13:34
Elvar Geir Magnússon
Framarar senda Mark Redshaw heim eftir 45 mínútur
Mark Redshaw lék 45 mínútur með Fram gegn Þór.
Mark Redshaw lék 45 mínútur með Fram gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar hafa ákveðið að losa sig við enska sóknarmanninn Mark Redshaw samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Leikmaðurinn þótti einfaldlega ekki nægilega góður.

Redshaw var í byrjunarliði Fram gegn Þór á laugardaginn og var frammistaða hans það döpur að hann var tekinn af velli í hálfleik.

Hann fékk mjög slæma dóma í fjölmiðlum og til að mynda var honum gefin einkunin 3 af 10 í umfjöllun Fréttablaðsins.

„Framarar voru ömurlegir í fyrri hálfleik. Framherjinn sem þeir buðu upp á, Mark Redshaw,var best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hann var í raun ekkert með," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur RÚV í þættinum Íslenski boltinn í gær.

Ekki náðist í Þorvald Örlygsson, þjálfara Fram, við vinnslu fréttarinnar.
banner