Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 17. júní 2011 19:33
Hafliði Breiðfjörð
Fimmtán úr úrslitaleiknum 1996 spila með ÍA og KR á morgun
Meistaraleikur Steina Gísla: ÍA - KR á Akranesvelli 17:15, laugardag
Nú hefur verið staðfest að ellefu leikmenn úr byrjunarliðum ÍA og KR í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn árið 1996 munu spila í meistaraleik Steina Gísla á Akranesvelli klukkan 17:15 á morgun og auk þeirra fjórir varamenn úr þessum leik og þjálfarar beggja liða verða á svæðinu.

Sigursteinn Gíslason lék með ÍA í þessum leik sem lauk með 4-1 sigri ÍA. Sigursteinn var leynivopn Guðjóns Þórðarsonar inná miðjunni í þeim leik en menn bjuggust að Steini myndi spila í bakverði. Guðjón beitti hávaxinni vörn með Steinar Adolfsson vinstra megin, Gunnlaug Jónssonhægra megin og Zoran Milcovic og Ólafur Adolfsson í hjarta varnarinnar.

Smelltu hér til að sjá leikskýrslu úr leiknum 1996.

Leikmenn ÍA sem byrjuðu leikinn árið 1996 og spila á morgun eru:
Þórður Þórðarson
Gunnlaugur Jónsson
Bjarni Guðjónsson
Steinar Adólfsson
Haraldur Ingólfsson
Alexander Högnason
Ólafur Þórðarson

Leikmenn KR sem byrjuðu leikinn 1996 og spila á morgun eru:
Þormóður Egilsson
Heimir Guðjónsson
Þorsteinn E. Jónsson
Guðmundur Benediktsson
Hilmar Björnsson

Þá koma þessi varamenn úr leiknum einnig á morgun:
ÍA: Kári Steinn Reynisson & Stefán Þórðarson
KR: Ásmundur Haraldsson & Þorsteinn Guðjónsson

Þjálfari KR var Luka Kostic og hann mætir á svæðið á morgun en getur því miður ekki spilað með ÍA vegna meiðsla. Þjálfari ÍA var Guðjón Þórðarson sem mun stýra ÍA.

Allir á völlinn og styðjum við bakið á sigurvegaranum Steina Gísla!

Tekið er á móti frjálsum framlögum
Reiknisnúmer: 0330-26-2569
Kennitala: 250668-5549

banner
banner
banner