Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júlí 2011 18:31
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Þórs 
Clarke Keltie í Þór (Staðfest)
Keltie ásamt Hreini Hringsyni og Halldóri Áskelssyni aðstoðarþjálfurum Þórs eftir undirrskriftina.
Keltie ásamt Hreini Hringsyni og Halldóri Áskelssyni aðstoðarþjálfurum Þórs eftir undirrskriftina.
Mynd: Vefur Þórs
Þórsarar gengu í dag frá samningum við enska miðjumanninn Clark Keltie sem mun leika með liðinu út tímabilið í Pepsi-deild karla.

Frá þessu var greint á vef Þórs nú í kvöld en Keltie kemur frá Newcastle borg á Englandi. Hann er 27 ára gamall.

Þar steig hann sín fyrstu spor í boltanum með liðinu Walker Central en þaðan fór hann til Darlington árið 2001 þar sem hann spilaði 130 leiki og skoraði í þeim 10 mörk.

Eftir nokkra ára veru hjá Darlington fór Clark til Rochdale á frjálsri sölu. Þar náði hann ekki að festa sig í sessi og var lánaður fyrst til Chester City, síðan Gateshead og loks til Lincoln. Clark var á mála hjá Lincoln til 1. júni.
banner
banner