Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. maí 2012 15:55
Magnús Már Einarsson
1. deild úrslit dagsins: Quashie skoraði - Höttur byrjar á sigri
Nigel Quashie skoraði fyrir ÍR.
Nigel Quashie skoraði fyrir ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Þór Eyjólfsson skoraði úr vítaspyrnu gegn Þrótti í dag.
Stefán Þór Eyjólfsson skoraði úr vítaspyrnu gegn Þrótti í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Fyrsta umferðin í fyrstu deild karla fór fram í dag. Höttur sigraði Þrótt 3-1 á útivelli í sínum fyrsta leik í næstefstu deild frá upphafi.

Enski miðjumaðurinn Nigel Quashie skoraði í 3-2 sigri ÍR á KA en þar skoraði Elvar Páll Sigurðsson sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum með frábæru einstaklingsframtaki á 90. mínútu.

Þór sigraði Leikni 2-0 á Akureyri og Haukar lögðu Tindastól með sömu markatölu þar sem Hilmar Trausti Arnarsson fyrirliði Hafnfirðinga skoraði beint úr hornspyrnu.

Þá gerðu BÍ/Bolungarvík og Víkingur R. jafntefli sem og Víkingur Ólafsvík og Fjölnir.

Nánar verður fjallað um leikina hér á Fótbolta.net síðar í dag.

BÍ/Bolungarvík 0 - 0 Víkingur R.

Haukar 2 - 0 Tindastóll
1-0 Hilmar Trausti Arnarsson ('38)
2-0 Magnús Páll Gunnarsson ('93)

ÍR 3 - 2 KA
0-1 Guðmundur Óli Steingrímsson ('38)
1-1 Jón Gísli Ström ('47)
2-1 Nigel Quashie ('65)
2-2 Jóhann Helgason ('81, víti)
3-2 Elvar Páll Sigurðsson ('90)

Víkingur Ó. 1 - 1 Fjölnir
1-0 Edin Beslija ('40)
1-1 Ómar Hákonarson ('54)

Þróttur 1 - 3 Höttur
0-1 Högni Helgason ('13)
0-2 Elvar Þór Ægisson ('53)
1-2 Karl Brynjar Björnsson ('64)
1-3 Stefán Þór Eyjólfsson (víti)

Þór 2 - 0 Leiknir R.
1-0 Sigurður Marinó Kristjánsson ('64)
2-0 Jóhann Helgi Hannesson ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner