Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 22. júlí 2012 18:57
Magnús Már Einarsson
Robin Strömberg á förum frá Þór
Robin Strömberg.
Robin Strömberg.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sænski framherjinn Robin Strömberg er á förum frá Þór en hann mun fara aftur til Mjallby í Svíþjóð eftir síðari leikinn gegn FK Mlada Boleslav í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.

Strömberg kom til Þórs á láni í maí og hann hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum í fyrstu deildinni í sumar. Strömberg hefur hins vegar ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu og hann var ónotaður varamaður í 5-1 sigrinum á Leikni í fyrstu deildinni í dag.

,,Hann var kannski ekki sá leikmaður sem við vonuðumst eftir að hann væri. Það var smá samskiptaleysi og misskilningur í byrjun þegar við tókum hann," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs við Fótbolta.net eftir leikinn í Breiðholti.

,,Hann er búinn að standa sig vel, er heiðarlegur og kurteis og drengur góður en þetta var ekki alveg að ganga upp. Við losum hann því undan lánssamningi og hann fer heim."

,,Ég óska honum bara góðs gengis og þakka honum fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkur."


Þórsarar reyndu að fá Jóhann Þórhallsson framherja Fylkis í sínar raðir fyrir helgi en það gekk ekki upp. Páll Viðar segir að Þórsarar séu í leit að frekari liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

,,Við erum búnir að reyna að finna okkur styrkingu en við erum ekki að örvænta. Við sofum yfir þessu en við erum klárlega að skoða í kringum okkur," sagði Páll Viðar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner