banner
   fim 26. júlí 2012 15:18
Elvar Geir Magnússon
Samuel Petrone í Leikni (Staðfest)
Leiknir og KA mætast annað kvöld.
Leiknir og KA mætast annað kvöld.
Mynd: Slava Titov
Bandaríski framherjinn Samuel Petrone hefur fengið leikheimild með Leikni í Breiðholti og verður löglegur með liðinu þegar það mætir KA í 1. deildinni á föstudagskvöld.

Petrone kom til landsins í gær og æfði með Leiknismönnum. Frammistaða hans á æfingunni var góð svo Leiknismenn ákváðu að setjast við samningaborðið.

Petrone er 23 ára gamall en hann gekk til liðs við Mjallby í Svíþjóð í fyrra eftir að hafa áður leikið með New Jersey Rangers í heimalandinu. Hann kemur á lánssamningi út tímabilið.

Leiknismenn eru í neðsta sæti fyrstu deildarinnar í augnablikinu en liðið leikur gegn KA á Akureyrarvelli annað kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner