Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. september 2012 18:48
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Vals 
Helena Ólafsdóttir tekur við Val (Staðfest)
Helena Ólafsdóttir er orðin þjálfari Valskvenna.
Helena Ólafsdóttir er orðin þjálfari Valskvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir er tekin við þjálfun kvennaliðs Vals að nýju, tíu árum eftir að hún stýrði því síðast. Þetta kom fram á vef Vals í kvöld.

Hún tekur við starfinu af Gunnari Borgþórssyni en félagið varð í dag að ósk hans um að fá að hætta strax þó hann ætti ár eftir af samningi sínum.

Helena þekkir til hjá Val því hún þjálfaði félagið árið 2002 og 2003. Hún er einn reyndasti þjálfari landsins í kvennaboltanum en hún hefur verið í fríi síðan hún hætti með lið FH í júlí síðastliðnum.

,,Helena Ólafsdóttir er tekin við liði meistaraflokks Vals í knattspyrnu. Helena tekur við liðinu af Gunnari Borgþórssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár. Helena er einn reyndasti þjálfari landsins og þjálfaði hún m.a. lið Vals á árunum 2002 og 2003. Helena hefur jafnframt verið þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og því engin aukvissi í sínu fagi," sagði á vef Vals í dag.

,,Það eru bundnar miklar vonir við komu Helenu og ljóst að hún tekur við góðu búi af Gunnari. Hið unga kvennalið Vals endaði í 4.sæti í Pepsídeild kvenna í ár og spilaði til úrslita í bikarkeppni KSÍ. Kvennalið Vals hefur undanfarin ár unnið alla þá titla sem í boði eru í kvennaboltanum og ljóst að með ráðningu Helenu er stefnt að því að fá þá titla aftur á Hlíðarenda."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner