mán 22. október 2012 14:51
Magnús Már Einarsson
Heimild: Fhingar.net 
Sam Tillen í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
FH hefur náð samkomulagi við Fram um að fá vinstri bakvörðinn Sam Tillen í sínar raðir.

Tillen hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH en þetta kemur fram á fhingar.net.

Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið fastamaður í liði Fram síðan hann kom til félagsins í byrjun árs 2008.

Tillen skoraði samtals níu mörk í 113 deildar og bikarleikjum á ferli sínum hjá Fram.

Tillen er annar leikmaðurinn sem FH fær í sínar raðir í dag en Ingimundur Níels Óskarsson er einnig kominn til félagsins frá Fylki.

Áður en Tillen gekk í raðir Fram var hann í unglinga og varaliði Chelsea auk þess sem hann spilaði með Brentford í þrjú ár.
Athugasemdir
banner
banner