Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. desember 2012 22:21
Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Viðar Mete í Aftureldingu (Staðfest)
Á myndinni má sjá (frá vinstri) Pétur Magnússon formann meistaraflokksráðs karla hjá Aftureldingu, Guðmund og Baldvin Jón Hallgrímsson aðstoðarþjálfara þegar gengið var frá samningum fyrr í kvöld.
Á myndinni má sjá (frá vinstri) Pétur Magnússon formann meistaraflokksráðs karla hjá Aftureldingu, Guðmund og Baldvin Jón Hallgrímsson aðstoðarþjálfara þegar gengið var frá samningum fyrr í kvöld.
Mynd: Afturelding
Afturelding sendi frá sér tilkynningu núna í kvöld þar sem félagið tilkynnti að Guðmundur Viðar Mete sé genginn í raðir félagsins frá Haukum.

Guðmundur, sem er 31 árs gamall varnarmaður, er alinn upp í Svíþjóð og lék þar í úrvalsdeildinni til ársins 2005 þegar hann flutti heim til Íslands.

Hér heima hefur hann leikið með Keflavík, Val og nú síðast með Haukum.

Afturelding ætlar sér stóra hluti í 2. deildinni næsta sumar og heldur helstu leikmönnum sínum frá síðasta sumri.

Þeirra á meðal er Paul McShane sem kom til félagsins á miðju tímabili í sumar frá Pepsi-deildarliði Grindavíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner