Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. júlí 2013 09:30
Magnús Már Einarsson
Ari Freyr: Verð að spila vinstri bakvörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Ari Freyr Skúlason við Fótbolta.net í gær eftir að hann gekk frá samningi við OB í Danmörku.

ARi mun ganga í raðir OB þegar samningur hans hjá GIF Sundsvall rennur út um áramót. Hann vonast þó til að félögin nái samkomulagi um kaupverð á næstunni þannig að hann geti farið fyrr til OB.

,,Þeir (GIF Sundsvall) koma alltaf á óvart þannig að ég veit ekki hvernig þeir ætla að tækla þetta. Ég tel samt að líkurnar séu góðar af því að það er allt klappað og klárt fyrir 2014 þannig að þeir vilja örugglega fá einhvern pening fyrir img."

OB endaði í tíunda sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og Ari segist þekkja ágætlega til félagsins.

,,Maður fór beint að kynna sér allt sem maður gat en ég er það mikið fótboltanörd að ég vissi flest allt. Ég veit allavega nóg til að sannfæra mig að skrifa undir."

,,Ég lít á þetta sem gott skref til að ná lengra. Þetta er ekki of stórt skref samt, þetta verður bara gaman. Þetta er stór og flottur klúbbur. "


Ari hefur verið vinstri bakvörður í síðustu leikjum með íslenska landsliðinu en hann hefur aftur á móti leikið á miðjunni hjá Sundsvall undanfarin fimm ár. Ari hefur núna ákveðið að einblína á vinstri bakvörðinn.

,,Ég er aðallega hugsaður sem vinstri bakvörður. Ég og Magnús Agnar (umboðsmaður) fórum fram á það. Ef ég vil ná lengra þá er þetta rétta staðan fyrir mig. Ef ég vil halda sæti mínu í landsliðinu þá verð ég að spila þessa stöðu reglulega og ég er mjög sáttur með þetta. Það eru mjög spennandi tímar framundan."
Athugasemdir
banner
banner
banner