Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 17. nóvember 2013 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Fylkismenn.is 
Viktor Örn Guðmundsson í Fylki (Staðfest)
Viktor Örn í Fylkistreyjunni í kvöld
Viktor Örn í Fylkistreyjunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir í Pepsi-deild karla hefur fengið Viktor Örn Guðmundsson frá FH, en Fylkismenn.is greindu frá þessu í kvöld.

Viktor Örn, sem er 24 ára gamall vinstri bakvörður, er uppalinn í FH en hann spilaði sinn fyrsta leik með FH í efstu deild árið 2009.

Hann var lánaður til Víkings R árið 2010 þar sem hann átti gott tímabil og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.

Viktor var byrjunarliðsmaður hjá FH-ingum árin 2011 og 2012, en hann spilaði þó lítið í sumar vegna meiðsla. Hann á að baki 60 leiki í deild og bikar fyrir FH og Víking og þá hefur hann skorað 12 mörk í þeim leikjum.

Hann gerði þriggja ára samning við Fylki í kvöld, en hann hefur æft með liðinu að undanförnu. Hann er annar leikmaðurinn sem Fylkir fær til sín, en Gunnar Örn Jónsson samdi við félagið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner