Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 09. nóvember 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hundurinn sem varð HM-hetja
Mynd: Getty Images
Lesendur Fótbolta.net hafa tekið eftir því að í tilefni af HM í Katar höfum við verið að telja niður í mótið með því að rifja upp þau Heimsmeistaramót sem búin eru. Á sunnudag rifjuðum við upp HM á Englandi 1966.

Í þeirri samantekt var þó ekki minnst á hetjuhundinn Pickles sem varð frægasti hundur heims um tíma.

Verðlaunagripurinn á HM, Jules Rimet-styttan, var til sýnis í sýningarglugga í London fyrri hluta árs 1966, áður en mótið fór fram. En styttunni, sem var úr skíragulli, var stolið þann 20. mars.

Átta dögum eftir hvarfið var allt útlit var fyrir að styttan myndi ekki koma í leitirnar. En Pickles fann þá styttuna meðan hann var í göngutúr með eiganda sínum. Var hún vafin inn í dagblöð undir runna í garði í London.

Þjófurinn fannst aldrei en Pickles var hetja og fékk í fundarlaun besta kjötbein sem nokkrum hundi í Englandi hafði verið gefið. Ólin hans er geymd á fótboltasafni í Manchester.
Athugasemdir
banner
banner
banner