Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 14. febrúar 2014 14:48
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Mourinho: Wenger er sérfræðingur í að mistakast
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, heldur áfram sálfræðistríði sínu við aðra stjóra í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho hefur talað niður titilmöguleika Chelsea þrátt fyrir að liðið sé á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrr í dag sagði Arsene Wenger að Mourinho geri þetta þar sem hann óttast að mistakast. Portúgalinn svaraði Wenger af krafti á fréttamannafundi í dag.

,,Hann er sérfræðingur í að mistakast, ég er það ekki. Ef hann hefur rétt fyrir sér og ég óttast að gera mistök þá er það af því að mér mistekst ekki oft. Kannski hefur hann rétt fyrir sér?" sagði Mourinho.

,,Sannleikurinn er sá að hann er séfræðingur eftir átta ár án titils, það eru mistök. Ef að ég gerði það hjá Chelsea myndi ég yfirgefa London og koma aldrei aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner