Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 07. maí 2014 08:39
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Silfurskeiðin 
Jeppe Hansen í Stjörnuna (Staðfest)
Úr leik Stjörnunnar og Fylkis á sunnudaginn. Stjörnumenn hafa fengið liðsstyrk í framlínuna í dag.
Úr leik Stjörnunnar og Fylkis á sunnudaginn. Stjörnumenn hafa fengið liðsstyrk í framlínuna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stjarnan hefur fengið til liðs við sig danska sóknarmanninn Jeppe Hansen en þetta var staðfest á vef Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar liðsins í morgunsárið.

Stjörnumenn eru í vandræðum fram á við en Garðar Jóhannsson og Veigar Páll Gunnarsson eru meiddir og þá er Halldór Orri Björnsson farinn í atvinnumennsku. Garðar verður frá framan af móti en Veigar meiddist gegn Fylki á sunnudaginn og verður ekki með gegn ÍBV á morgun.

Jeppe Hansen kemur til félagsins frá danska úrvalsdeildarfélaginu OB Odense en hann á að baki 10 leiki með liðinu og hefur skorað í þeim þrjú mörk. Áður hafði Jeppe leikið með bæði Næsby og Otterup í neðri deildum Danmerkur og skorað samtals 28 mörk á tveimur leiktíðum.

Á vef Silfurskeiðarinnar segir að Jeppe sé hávaxinn og snöggur framherji með gott auga fyrir marki.

Leikmaðurinn gerir samning við Stjörnuna til 1. júlí til að byrja með og er vonast til að hann fái leikheimild fyrir leikinn gegn ÍBV í 2. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner