Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. júní 2014 10:27
Hafliði Breiðfjörð
Þóra B. Helgadóttir í Fylki (Staðfest)
Þóra Björg Helgadóttir verður orðin leikmaður Fylkis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.
Þóra Björg Helgadóttir verður orðin leikmaður Fylkis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Þóru Björg Helgadóttur en hún er að koma heim úr atvinnumennsku í júlí.

Þóra sem er fædd 1981 hefur spilað Í Noregi, Svíþjóð, Belgíu og Ástralíu en með Breiðablik og KR hér heima. Hún hefur spilað 103 A landsleiki og 44 leiki með yngri landsliðum.

Ragna Lóa þjálfari er að vonum ánægð með liðstyrkinn.

,,Ástæða þess að við vildum fá Þóru í Fylki er að hún er einn af betri markmönnum í Evrópu, Þóra hefur verið í atvinnumennsku lengi og hefur átt frábæran feril með landsliðum Íslands," sagði hún í tilkynningu félagsins.

,,Hún kemur því með mikla reynslu inn í þetta verkefni og getur miðlað reynslu sinni til leikmenna félagsins, þetta er mikil lyftistöng fyrir Fylki. Þóra á eftir að miðla reynslu sinni og hjálpa Fylki að stíga næstu skref í baráttunni. Markmið Fylkis er að koma liðinu í hóp þeirra bestu og þetta er liður í því."

Þóra segist í sömu tilkynningu vera spennt fyrir samstarfinu.

,,Eftir samtöl mín við Rögnu Lóu þar sem hún lýsti framtíðarplönum Fylkis þá fannst mér þetta strax gríðarlega spennandi kostur. Það er augljóslega mikill metnaður í Árbænum og ég vonast til að geta lagt mitt af mörkum til þess að Fylkir taki skref í að verða næsta stórlið í íslenskum kvennafótbolta. Ég hlakka mikið til að mæta til starfa á nýjum slóðum í júlí."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner