Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. desember 2014 12:38
Magnús Már Einarsson
Fjalar í þjálfarateymi Stjörnunnar (Staðfest) - Hættir að spila
Fjalar Þorgeirsson.
Fjalar Þorgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjalar Þorgeirsson er á leið í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann hefur samþykkt tveggja ára samning við félagið.

Fjalar verður í þjálfarateymi Íslandsmeistaranna en hann mun einnig sjá um markmannsþjálfun yngri flokka. Hann tekur við af Henrik Bödker sem hætti á dögunum.

Hinn 37 ára gamli Fjalar hefur verið markvörður Vals undanfarin tvö ár en hann hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna og fara út í þjálfun.

Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, samdi við Start fyrir helgi en Sveinn Sigurður Jóhannesson og Arnar Darri Pétursson munu berjast um markvarðar stöðuna hjá félaginu á komandi tímabili.

,,Þegar tímabilið kláraðist var maður ekki á þeim buxunum að hætta en ég fékk tækifæri upp í hendurnar sem ég get ekki hafnað, að byrja þjálfaraferilinn þarna," sagði Fjalar við Fótbolta.net í dag.

,, Ég er mjög ánægður með þetta. Ég stefndi alltaf á að fara í þjálfun en maður getur ekki stjórnað því sjálfur hvenær tækifærin koma þar. Það kom núna og þá var að hrökkva eða stökkva."

,,Ég fékk annað tilboð um að verða markmannsþjálfari meistaraflokks og yngri flokka en mér fannst það ekki vera alveg jafn spennandi."


Fjalar hefur leikið 341 deildar og bikarleik á ferli sínum með Þrótti, Fram, Fylki, KR og Val. Hann spilaði samtals tuttugu tímabil í meistaraflokki. ,,Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá að spila fótbolta í 20 ár hjá nokkrum fínum félögum. Það eru ekki allir sem fá að gera það," sagði Fjalar.
Athugasemdir
banner
banner