Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. febrúar 2015 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Valur meistari eftir öruggan sigur
Haukur Páll Sigurðsson hampar bikarnum í leikslok.
Haukur Páll Sigurðsson hampar bikarnum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík 0 - 3 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson ('8)
0-2 Kristinn Freyr Sigurðsson ('27, víti)
0-3 Þórður Steinar Hreiðarsson ('82)
Rautt spjald: Sigurður Egill Lárusson, Valur ('37)
Rautt spjald: Kolbeinn Kárason, Leiknir ('94)

Leiknismenn byrjuðu leikinn vel en Valsarar komust yfir eftir sína fyrstu sókn. Sigurður Egill Lárusson slapp þá innfyrir vörn Leiknis og skoraði eftir að hafa hrist af sér varnarmann.

Leiknir hélt áfram að spila vel en fékk dæmda vítaspyrnu á sig eftir klauflegt brot Halldórs Kristins Halldórssonar í eigin vítatieg. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði örugglega úr spyrnunni.

Leikurinn varð heldur rólegri þar til á 36. mínútu þegar Ragnar Þór Gunnarsson, leikmaður Vals, skaut í slá. Skömmu síðar var Sigurður Egill rekinn af velli þegar hann fékk gult spjald fyrir að dýfa sér en hafði fengið annað gult spjald rúmlega tíu mínútum fyrr.

Vörn Valsara var gífurlega þétt í síðari hálfleik og náðu Leiknismenn ekki að skapa sér mikið. Það var Þórður Steinar Hreiðarsson sem gerði lokamark leiksins þegar hann var aleinn í teig Leiknis eftir hornspyrnu og gulltryggði titilinn.
Athugasemdir
banner
banner