Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. apríl 2015 14:34
Magnús Már Einarsson
Gunnar Örn í Augnablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gunnar Örn Jónsson hefur fengið leikheimild með Augnabliki í 4. deildinni.

Gunnar Örn hætti hjá Fylki á dögunum og tilkynnt var að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Þessi 29 ára gamli kantmaður gæti nú leikið með Augnabliki í sumar.

Gunnar þekkir allt inn og út í Kópavogi en hann ólst upp hjá Breiðabliki.

Hann spilaði síðar með KR og Stjörnunni áður en hann samdi við Fylki fyrir einu og hálfu ári.

Síðastliðið sumar skoraði hann tvö mörk í 21 leik með Fylki í Pepsi-deildinni.

Gunnar gæti spilað sinn fyrsta leik með Augnabliki á morgun þegar liðið mætir ÍH í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner