Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júlí 2015 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: KR áfram eftir framlengingu
Schoop skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri.
Schoop skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
KR 2 - 1 Cork City
0-1 Mark O'Sullivan ('13)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('75)
2-1 Jacob Schoop ('99)
Rautt spjald: Skúli Jón Friðgeirsson, KR ('43)

KR-ingar eru komnir áfram og mæta Rosenborg í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.

KR gerði jafntefli við írska liðið Cork City ytra og lenti marki og manni undir í fyrri hálfleik á heimavelli.

Síðari hálfleikurinn í Frostaskjólinu var þó góður hjá Vesturbæingum sem jöfnuðu með marki frá Pálma Rafni Pálmasyni á 75. mínútu.

Þá fór leikurinn í framlengingu þar sem Jacob Schoop kom KR yfir í fyrri hálfleik.

Írarnir sóttu á lokamínútum framlengingarinnar án þess að skora en Óskar Örn Hauksson komst þó næst því að skora þegar hann brenndi af úr dauðafæri.

Sigur KR-inga er fyllilega verðskuldaður og er heimaleikur á dagskrá gegn Rosenborg næsta fimmtudag, á sama tíma og FH tekur á móti Inter Baku frá Aserbaídsjan.
Athugasemdir
banner
banner