banner
   fös 17. júlí 2015 16:25
Magnús Már Einarsson
Þórður Steinar í Þór (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór hefur fengið varnarmanninn Þórð Steinar Hreiðarsson í sínar raðir frá Val.

Þórður Steinar spilaði fyrstu tvo leiki Vals í sumar en hefur ekkert komið við sögu síðan þá.

Þórðru Steinar glímdi við meiðsli um tíma í sumar en hann mun nú taka slaginn með Þórsurum út tímabilið.

Hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Þór gegn Þrótti í 1. deildinni á Akureyri á morgun.

Þórður spilaði með Þrótti frá 2006 til 2009 og gæti því mætt gömlum félögum á morgun.

Eftir að hafa spilað í Færeyjum fór Þórður í Breiðablik árið 2011.

Hann spilaði síðan um tíma í Sviss áður en hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Val fyrir einu ári siðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner