þri 04. ágúst 2015 21:48
Elvar Geir Magnússon
Aron Heiðdal í Nest Sotra (Staðfest)
Aron á æfingu með U21-landsliðinu.
Aron á æfingu með U21-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Rúnarsson Heiðdal hinn tvítugi varnarmaður Stjörnunnar hefur gengið til liðs við norska B-deildarliðið Nest Sotra og mun leika með því út keppnistímabilið á lánssamningi.

Aron er alinn upp að mestu í Stjörnunni og hefur verið hluti af sigursælum 1995 árgangi í yngri flokkum Stjörnunnar. Hann hefur undanfarin ár og misseri verið valinn í öll yngri landslið Íslands - nú síðast í verkefni U-21 árs landsliðsins sem tekur þátt í Evrópukeppninni.

Aron óskaði eftir því að fara frá Stjörnunni í glugganum. Lið í Pepsi-deildinni og 1. deild föluðust eftir kröftum Arons en norsk lið komu líka við sögu og varð Nest Sotra fyrir valinu.

Nest Sotra er staðsett rétt fyrir utan Bergen. Það lið er neðarlega í 1.deildinni og er um þessar mundir að styrkja fyrir seinni hluta keppnistímabilsins í Noregi -
Athugasemdir
banner
banner
banner