Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2015 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Bestur í 19. umferð: Ekki sammála að hann sé svindlari
Leikmaður 19. umferðar: Steven Lennon
Lennon fagnar sigrinum á sunnudaginn.
Lennon fagnar sigrinum á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Fyrir vítið var hann einum metra frá marklínunni og dómarinn sagði honum að fara til baka.''
,,Fyrir vítið var hann einum metra frá marklínunni og dómarinn sagði honum að fara til baka.''
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lennon í leiknum.
Lennon í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Leikurinn endaði vel en við byrjuðum á að fá á okkur mark áður en við skoruðum fín mörk og kláruðum leikinn. Núna viljum við bara þrjú stig úr næsta leik," sagði Steven Lennon framherji FH um 3-1 sigurinn á ÍBV um helgina en Fótbolti.net valdi hann besta leikmann umferðarinnar fyrir frammistöðuna í þeim leik.

„Ég skoraði tvö mörk og átti góða stoðsendingu í marki Atla svo ég var ánægður með mína frammistöðu," sagði Lennon sem er nýlega kominn aftur í FH liðið eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur í sumar.

Þetta var auðveld vítaspyrna
„Ég meiddist í seinni leiknum á móti finnska liðinu í Evrópukeppninni og byrjaði á bekknum í nokkrum leikjum. Nú hef ég verið að ná 100% formi aftur og það er gott að koma til baka," sagði Lennon.

Hann skoraði annað mark FH úr vítaspyrnu þar sem Abel Dhaira markvörður ÍBV hegðaði sér undarlega áður en Lennon skaut framhjá honum.

„Fyrir vítið var hann einum metra frá marklínunni og dómarinn sagði honum að fara til baka. Svo sá ég hann færa sig á línunni og hann fór svo í hina áttina svo ég setti boltann í andstætt horn. Þetta var auðveld vítaspyrna."

Kassim er góður og heiðarlegur náungi
Lennon átti frábæran leik en athyglin var samt ekki á honum eftir leikinn heldur atviki þar sem Kassim Doumbia varði boltann með hendi á marklínu án þess að dómarateymið yrði þess vart. Hjörtur Hjartarson í Pepsi-mörkunum gekk svo langt að kalla Kassim svindlara eftir leik.

„Það er búið að tala mikið um þetta í sjónvarpinu en þetta gerist í fótboltanum. Kassim er góður og heiðarlegur náungi, en þegar boltinn er að fara yfir marklínuna bregðast menn stundum svona við. Ég er ekki sammála því að hann sé svindlari eins og menn eru að segja. En við kvörtum samt ekkert, við unnum leikinn og erum farnir að hugsa um næsta leik í næstu viku," sagði Lennon en það er stórleikur við Breiðablik þar sem FH þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Við verðum að stefna að því að ná í sigur því ef við stefnum á eitt stig þá verður það mjög hættulegt. Við munum því fara þangað og reyna að vinna og vonandi verðum við meistarar í næstu viku. Breiðablik er með frábært lið og mér finnst erfiðast að spila gegn þeim. Þetta er lið skipað góðum leikmönnum, þá hefur vantað lokahnykkinn undanfarnar leiktíðir, þá kannski fyrir framan markið, til að geta barist um titilinn en þetta verður erfiður leikur núna. Síðast fór 1-1 hjá okkur og vonandi getum við náð úrslitum núna þegar Davíð, Jonathan og Böddi eru komnir aftur úr leikbanni."

Patrick er meiri hreinræktaður markskorari en ég
Lennon hefur skriðið upp töflu yfir markahæstu menn og er nú í þriðja sæti með 9 mörk þegar þrjár umferðir eru eftir. Jonathan Glenn er í 2. sæti með 10 stig og Patrick Pedersen á toppnum með 12. En stefnir Lennon á gullskóinn sem verður afhentur eftir lokaleikinn í október?

„Ég vona það en Patrick er alltaf að skora, hann er meiri hreinræktaður markaskorari en ég og hefur náð fleiri leikjum á meðan ég var meiddur en maður veit aldrei. Svo framarlega sem FH vinnur deildina og ég get hjálpað til við það þá er ég ánægður."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner