Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Þrír ungir Íslendingar æfðu með Brommapojkarna
Kristófer, Kristófer og Viktor.
Kristófer, Kristófer og Viktor.
Mynd: Aðsend
Í síðustu viku æfðu Kristófer Orri Pétursson og Kristófer Scheving, leikmenn Gróttu, og Viktor Marel Kjærnested, leikmaður Aftureldingar, með unglingaliðum Brommapojkarna IF í Stokkhólmi.

Með í för voru Magnús Örn Helgason og Bjarki Már Ólafsson þjálfarar hjá Gróttu sem kynntu sér þjálfunaraðferðir og hugmyndafræði félagsins og fylgdust með æfingum.

Kristófer Scheving og Viktor Marel æðfðu með U-17 ára liðinu en þeir eru fæddir árin 1999 og 2000. Kristófer Orri, sem er fæddur árið 1998, æfði hins vegar með U-19 ára liðinu sem á góða möguleika á að komast í undanúrslit sænsku 19 ára keppninnar þriðja árið í röð. Í

Akademía Brommapojkarna hefur fimm ár í röð verið valin besta fótboltaakademía Svíþjóðar en félagið er frægt fyrir að framleiða framúrskarandi knattspyrnumenn. Sem dæmi hafa á síðustu misserum leikmenn úr U-19 ára liðinu verið seldir til stórliða á borð við Chelsea, Bayern Munchen og Sunderland.

Þorlákur Árnason er yfirmaður akademíunnar en hann tók við því starfi fyrir tæpu ári. Áður þjálfaði Þorlákur U-17 ára landslið karla og meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni. Þá er Ísfirðingurinn Magni Fannberg þjálfari aðalliðs Brommapojkarna en áður hafði Magni getið sér gott orð sem þjálfari unglingaliða félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner