Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 14. nóvember 2015 12:15
Ívan Guðjón Baldursson
Baldur Sigurðsson í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Baldur Sigurðsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Stjörnumenn eftir að hafa spilað tólf leiki fyrir SönderjyskE sem er um miðja deild eftir hálft tímabil í dönsku efstu deildinni. Þetta kom óvænt fram í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í dag.

Baldur var byrjunarliðsmaður hjá danska félaginu, en þangað fór hann eftir sex ára veru hjá KR.

Baldur er 30 ára gamall og verður mikill liðsstyrkur fyrir Stjörnumenn sem áttu slakt tímabil í sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra.

Baldur hefur farið tvisvar erlendis í atvinnumennsku og fór með hlustendum í gegnum það ferli, sem hefur málast mikið af meiðslum.

„Við fjölskyldan áttum góða tíma í Danmörku en fótboltalega séð hefur þetta verið mikið upp og niður. Það er leiðinlegt að segja en það hefur verið meira niður vegna meiðsla," sagði Baldur í útvarpsþættinum og var þokkalega jákvæður.

Baldur var svo spurður út í framtíðina og staðfesti að hann verður leikmaður Stjörnunnar til þriggja ára.

„Heyrðu það er búið að loka samningi við lið heima á Íslandi. Það var klárað í gærkvöldi, ég mun spila í Stjörnunni!"
Athugasemdir
banner
banner
banner