banner
   mán 01. febrúar 2016 21:46
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: ÍBV meistari eftir sigur á KR
ÍBV hafði betur gegn KR í kvöld. Hér hampa þeir sigurlaununum í kvöld.
ÍBV hafði betur gegn KR í kvöld. Hér hampa þeir sigurlaununum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolta.net móts meistarar ÍBV 2016.
Fótbolta.net móts meistarar ÍBV 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 2 ÍBV
0-1 Mikkel Maigaard Jakobssen ('25)
0-2 Mikkel Maigaard Jakobssen ('33)
1-2 Guðmundur Andri Tryggvason ('78)
Rauð spjöld: Pablo Oshan Punyed Dubon ('68) (ÍBV), Valtýr Már Michaelsson. (KR) ('82)

ÍBV sigraði KR 2-1 í úrslitaleik í A-deild Fótbolta.net mótsins í Egilshöll í kvöld.

Hinn danski Mikkel Maigaard Jakobssen samdi við Eyjamenn í morgun og í kvöld byrjaði hann að vinna fyrir laununum með því að skora bæði mörkin í úrslitaleiknum.

Mikkel skoraði fyrst með stórglæsilegu skoti upp í bláhornið á 25. mínútu. Átta mínútum síðar bætti hann við marki eftir undirbúning frá landa sínum Simon Smidt sem er á reynslu hjá ÍBV.

Guðmundur Andri Tryggvason var áfram á skotskónum hjá KR en hann minnkaði muninn eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Bæði lið fengu sitthvort rauða spjaldið í síðari hálfleiknum en lengra komust KR-ingar ekki og lokatölur 2-1 fyrir ÍBV.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leiknum

Fótbolta.net mótið 2016:
1. ÍBV
2. KR
3. ÍA
4. Stjarnan
5. FH
6. Breiðablik
7. Þróttur eða Víkingur Ó.(Mætast annað kvöld)
8. Þróttur eða Víkingur Ó. (Mætast annað kvöld)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner