Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. febrúar 2016 17:04
Magnús Már Einarsson
Almarr Ormarsson í KA (Staðfest)
Við undirskriftina í dag.
Við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Baldvin Kári Magnússon
KA hefur keypt miðju og kantmanninn Almarr Ormarsson í sínar raðir frá KR.

Almarr var kynntur sem nýr leikmaður KA á fréttamannafundi nú rétt í þessu en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Almarr er uppalinn hjá KA en hann lék síðast með liðinu í 1. deild árið 2008.

Almarr fór þaðan til Fram áður en hann gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2014.

KA endaði í 3. sæti í 1. deildinni á síðasta tímabili en liðið ætlar að gera aðra atlögu að sæti í Pepsi-deild í sumar.

KA keypti Hallgrím Mar Bergmann frá Víkingi R. á dögunum og í dag barst góður liðsstyrkur þegar Almarr samdi við félagið.

KR-ingar sömdu fyrr í dag við Kennie Chopart og þá er annar danskur sóknarmaður á leið til liðsins en þeir eiga að fylla skarð Almarrs og styrkja Vesturbæjarliðið.
Athugasemdir
banner
banner