Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 13. mars 2016 22:03
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Tipsbladet 
Neitar að spila fyrir Randers - Konan að hitta liðsfélaga
Jonas Borring er í miklu uppnámi þessa dagana.
Jonas Borring er í miklu uppnámi þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Alger upplausn ríkir innan danska úrvalsdeildarfélagsins Randers þar sem miðjumaðurinn Jonas Borring neitar að spila fyrir sama lið og fyrirliðinn Christian Keller.

Ástæðan er sú að Keller er byrjaður að hitta fráfarandi eignkonu Borring þó hún búi enn undir sama þaki og sá síðarnefndi.

„Kira ákvað seint árið 2015 að hún myndi ekki vera áfram með mér og við erum að skilja. Við búum þó enn undir sama þaki og eigum tvö börn sem þarf að huga að. Við erum í raun enn hjón," sagði Borring við Ekstra Bladet.

„Að hún kjósi að gera þetta hefur mikil áhrif á okkur og þetta gerir ástandið óbærilegt hjá Randers FC á milli Keller og mín."

„Keller braut reglu númer eitt í búningsklefanum. Hann hefur gersamlega stungið mig í bakið."


Samningur Borring við félagið rennur út í sumar, en hann var valinn leikmaður ársins 2015 af stuðningsmönnum Randers. Óvíst er hvort hann muni spila leiki fyrir félagið, en yfirmaður knattspyrnumála hefur samþykkt að gefa honum frí.

Hvorugur leikmannanna var í hópnum hjá Randers í 1-0 tapi gegn Bröndby í dag.
Athugasemdir
banner