lau 02. apríl 2016 14:29
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörður Jamaíka í Stjörnuna (Staðfest)
Duwayne Oriel Kerr í leik með Jamaíka gegn Bandaríkjunum í undankeppnisleik fyrir HM 2014.
Duwayne Oriel Kerr í leik með Jamaíka gegn Bandaríkjunum í undankeppnisleik fyrir HM 2014.
Mynd: Getty Images
Stjarnan sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem það var tilkynnt að Duwayne Oriel Kerr, einn af landsliðsmarkvörðum Jamaíka, sé genginn í raði félagsins.

Kerr kemur til félagsins frá Noregi þar sem hann hefur spilað síðustu fimm árin en síðast var hann hjá Sarpsburg 08 í norsku úrvalsdeildinni. Með liðinu fór hann í bikarúrslit á síðustu leiktíð en hann lék áður með Strömmen.

Hann er fæddur árið 1987 og er 195 cm á hæð.

Hjá Stjörnunni fær hann það hlutverk að fylla skarð Gunnars Nielsen sem yfirgaf félagið í vetur og samdi við Íslandsmeistara FH.

Fyrir hjá Stjörnunni eru markverðirnir Sveinn Sigurður Jóhannesson og Guðjón Orri Sigurjónsson sem kom til félagsins frá ÍBV í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner