Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. ágúst 2016 21:26
Þórður Már Sigfússon
Birkir Bjarnason undir smásjá Wolves
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolti.net í Sviss hefur enska 1. deildarliðið Wolverhampton Wanderers sent fyrirspurn til Basel um möguleg kaup á landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni.

Útsendarar félagsins fylgdust með Birki skora eitt marka Basel í 3-1 sigri liðsins gegn Young Boys í svissnesku úrvalsdeildinni síðastliðið miðvikudagskvöld og mun Walter Zenga, nýráðinn knattspyrnustjóri Wolves, hafa mikið álit á miðjumanninum knáa.

Wolves ætlar sér stóra hluti á komandi árum en nýjir kínverskir eigendur félagsins stefna á úrvalsdeildarsæti innan árs og hefur félagið þegar fjárfest í nokkrum leikmönnum. Þar ber helst að nefna Jón Daða Böðvarsson, sem kom til félagsins frá Kaiserslautern í Þýskalandi.

Birkir stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar og hafa fjölmörg lið borið víurnar í hann á síðustu vikum, þar á meðal Roma og Borussia Mönchengladbach.

Athugasemdir
banner
banner
banner