banner
   fim 15. júní 2017 11:12
Magnús Már Einarsson
Andri Rúnar: Menn gleymdu að ég væri í Grindavík
Andri fagnar marki sínu í gær.
Andri fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur, er einn markahæstur í Pepsi-deildinni eftir að hann skoraði sjöunda mark sitt á tímabilinu í 1-1 jafntefli gegn FH í gær.

Andri var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson um tímabilið.

„Umfjöllunin í vetur var smá olía á eldinn. Í flestum umfjöllunum gleymdu menn því að ég væri í Grindavík. Það var ekkert erfitt að mótívera sig þannig," sagði Andri um gott gengi á tímabilinu.

„Ég breytti leiknum mínum líka. Ég er að spila nær markinu og ekki að draga mig jafn mikið niður og síðustu ár."

Andri hefur áður greint frá því að hann hafi breytt mataræði og svefnvenjum sínum fyrir þetta tímabilið.

„Þeir sýndu tvö mörk sem ég skoraði með Víkingi í íþróttafréttum um daginn. Ég var bara feitur. Það var hrikalegt að sjá þetta," sagði Andri.

Sjá einnig:
Langt viðtal við Andra í útvarpsþætti Fótbolta.net


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner