Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði frábært mark gegn Chelsea - Fékk nýjan samning
Mynd: Getty Images
Stephen Ward hefur framlengt samning sinn við Burnley. Hann hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu við félagið.

Hinn 31 árs gamli Ward skoraði glæsilegt mark um síðastliðna helgi þegar Burnley lagði Englandsmeistara Chelsea í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Hann kom Burnley í 2-0 í leiknum, sem endaði að lokum 3-2 fyrir Burnley.

Samningur Ward átti að enda eftir tímabilið, en nú hefur hann skrifað undir samning til 2019 með möguleika á framlengingu.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa skrifað undir. Það er frábært að vera hluti af þessu liði og vonandi getum við átt gott tímabil," sagði Ward við heimasíðu Burnley eftir að hafa skrifað undir.

Ward er liðfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley.

Smelltu hér til að sjá mörkin úr leik Chelsea og Burnley
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner