Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stoke ætlar ekki að hlusta á tilboð í Joe Allen
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá ætlar Stoke City ekki að íhuga nein tilboð í miðjumanninn Joe Allen í sumar.

Swansea hefur áhuga á að kaupa Allen aftur, en talið er að félagið muni gera tilboð þegar Gylfi Sigurðsson verður seldur til Everton.

Sjá einnig:
Swansea ætlar að nota Gylfa-peninginn í Bony, Allen og Chadli

Stoke hefur engan áhuga á því að missa Allen, sem spilaði meira en 100 leiki fyrir Swansea áður en hann fór til Liverpool árið 2012. Hann fór frá Liverpool til Stoke þar sem hann hefur verið að gera það gott.

Í síðustu viku sagði Mark Hughes, stjóri Stoke, að spurt hefði verið um Allen, en ekkert meira hefði gerst eftir það.

„Eftir því sem ég veit best þá fengum við fyrirspurn, en ekkert meira en það," sagði Hughes. „Við sögðum ekki mikið við því, það eina sem við sögðum var að hann væri ekki til sölu."
Athugasemdir
banner
banner
banner