Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 15. ágúst 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mounie vill feta í fótspor Didier Drogba
Mounie skoraði tvö í fyrsta leik sínum.
Mounie skoraði tvö í fyrsta leik sínum.
Mynd: Getty Images
Steve Mounie, sóknarmaður Huddersfield, dreymir um að afreka svipaða hluti og hetjan sín, Didier Drogba.

Mounie skoraði tvennu í fyrsta leik sínum með Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um síðastliðna helgi. Huddersfield vann 3-0 sigur á Crystal Palace og Mounie var maður leiksins.

Hinn 22 ára gamli Mounie varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Huddersfield þegar þeir keyptu hann frá Montpellier í sumar, en hann vonast til að feta í fótspor Drogba, sem var einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar með Chelsea.

„Ég mun reyna að feta í fótspor hans," sagði Mounie. „Það sem hann afrekaði hérna er innblástur fyrir mig. Hann kemur líka frá Afríku, eins og ég, og saga okkar er mjög svipuð."

„Hann fæddist í Afríku, fór til Frakklands og síðan til Englands. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja. Ég hef aldrei hitt hann, en ég mun kannski gera það í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner