Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. ágúst 2017 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City að kaupa sóknarmann frá Nígeríu
Mynd: Getty Images
Manchester City er nálægt því að kaupa nígeríska sóknarmanninn Olarenwaju Kayode frá Austría Vín, en þetta herma heimildir ESPN.

Kayode, sem er 24 ára gamall, var markahæstur í úrvalsdeildinni í Austurríki á síðstasta tímabili með 17 mörk í 33 leikjum.

Hann mun skrifa undir fjögurra ára samning við City áður en hann verður lánaður til spænska liðsins Girona. Man City og Girona eru í samstarfi, en hann verður fimmti leikmaðurinn sem verður lánaður frá City-liðinu til Girona í sumar. Hinir leikmennirnir eru Douglas Luiz, Pablo Maffeo, Aleix Garcia og Marlos Moreno.

Kayode á þrjá landsleiki fyrir Nígeríu. Hann er að upplagi sóknarmaður, en hann getur einnig spilað á kantinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner