Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 15. ágúst 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Man City ætlar að fá Alexis - Hvar endar Van Dijk?
Powerade
Alexis Sanchez er orðaður við Manchester City.
Alexis Sanchez er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að reyna að fá Alex Oxlade-Chamberlain.
Chelsea er að reyna að fá Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Getty Images
Framtíð Van Dijk er ennþá í óvissu.
Framtíð Van Dijk er ennþá í óvissu.
Mynd: Getty Images
Óvissa er ennþá í kringum framtíð margra leikmanna fyrir komandi tímabil. Slúðurblöðin koma með allar heitustu kjaftasögur dagsins.



Manchester City ætlar að reyna að kaupa Alexis Sanchez frá Arsenal á 60 milljónir punda áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Telegraph)

Chelsea vonast til að fá Alex Oxlade-Chamberlain (23) frá Arsenal á 35 milljónir punda. (Evening Standard)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur átt í rifrildi við forráðamenn félagsins um kaup á leikmönnum. Conte vill kaupa reynda leikmenn en litlar líkur eru á að peningur fáist fyrir sölu á þeim aftur í framtíðinni. (Times)

Chelsea hefur látið Diego Costa (28) fá lista yfir skilyrði sem hann þarf að uppfylla ef hann vill fara frá félaginu. (Guardian)

Costa bað fyrst um að fá að fara frá Chelsea í æfingaferð í Los Angeles í fyrra. Félagið furðar sig því á því að Costa hafi verið pirraður þegar Conte tjáði honum að hann væri ekki í sínum áætlunum í júní síðastliðnum. (Times)

Barcelona hefur náð samkomulagi um að kaupa Ousmane Dembele (20) framherja Borussia Dortmund á 90 milljónir punda. (Daily Express)

Marco Asensio (21), miðjumaður Real Madrid, vill ræða við félagið um framtíð sína eftir að Arsenal sýndi honum áhuga. (Sun)

Virgil van Dijk (26), varnarmaður Southampton, endar líklega hjá Chelsea eða Manchester City frekar en Liverpool. Southampton vill fá 70 milljónir punda fyrir hann. (Yahoo)

Ross Barkey (23), miðjumaður Everton, meiddist á æfingu í vikunni og því er óvíst hvort hann fari til Chelsea eða Tottenham eins og útlit var fyrir. (Sun)

Umboðsmaður Riyad Mahrez, kantmanns Leicester, er að reyna að sannfæra Roma um að hækka tilboð sitt upp í 40 milljónir punda. (Sky Sports)

Kolumbíski varnarmaðurinn Davinson Sanchez (21) hefur sagt Ajax að hann vilji fara til Tottenham áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Independent)

Forráðamenn Tottenham ferðuðust til Amsterdam í gær til að ræða við Ajax. Hollenska félagið vill fá 36 milljónir punda fyrir Sanchez. (Guardian)

Chelsea hefur einnig áhuga á Sanchez en Ajax vill ekki selja. (Daily Star)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, vill fá fimm nýja leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. (Telegraph)

Newcastle er að fá Kenedy (21) kantmann Chelsea á láni. Conte vill hins vegar ekki missa Kenedy strax þar sem hópurinn hjá Chelsea er ekki stór í auganblikinu. (Goal)

Juventus hefur áhuga á að fá Jack Wilshere (25) miðjumann Arsenal. (Daily Mirror)

Stoke er að krækja í Jese Rodriguez (24) á láni frá PSG. (Telegraph)

Newcastle er að fá framherjann Joselu (27) frá Stoke á fimm milljónir punda. (Daily Star)

Orestis Karnezis, markvörður Udinese, er á leið til Watford, Newcastle eða Crystal Palace. (CalcioNapoli24)

Crystal Palace er að reyna að fá markvörðinn Lukasz Skorupski (26) frá Roma. (Daily Mail)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenahm, vill stýra argentínska landsliðinu í framtíðinni sem og sínu gamla félagi Newell's Old Boys í Argentínu. (ESPN)

Tom Lawrence (23) kantmaður Leicester er á leið til Derby á sjö milljónir punda. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner