banner
   mið 13. september 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Sanches braut agareglur hjá Bayern
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli þegar Swansea tókst að fá portúgalska miðjumanninn Renato Sanches á láni frá Bayern Munchen undir lok félagaskiptagluggans.

Paul Clement, stjóri Swansea, var aðstoðarþjálfari Bayern á síðasta tímabili og hann þekkir Sanches vel sem og Carlo Ancelotti þjálfara þýsku meistarana.

Þýska blaðið Bild fjallar ítarlega um félagaskipti Sanches í dag og þar kemur fram að leikmaðurinn hafi brotið agareglur hjá Bayern nokkrum sinnum á síðasta tímabili.

Sanches mætti til að mynda ekki á æfingu hjá Bayern eftir tveggja daga frí auk þess sem hann kom nokkrum sinnum of seint á liðsfundi.

Forráðamenn Bayern vonast til að Sanches öðlist meiri leikreynslu hjá Swansea og reyni að sýna betri aga en á fyrsta tímabili sínu í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner