Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mið 13. september 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs: Viljum heiðra Eið með eftirminnilegum hætti
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að stefnt sé á að heiðra Eið Smára Guðjohnsen með einhverjum hætti. Til greina kemur meðal annars að Eiður spili sérstakan kveðjuleik á Laugardalsvelli.

„Við munum örugglega skoða hvað er hægt að gera honum til heiðurs, hvað svo sem það verður. Ég er með opinn huga gagnvart því. Við sjáum hvað setur. Við viljum heiðra hann með eftirminnilegum hætti," sagð Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Hann er búinn að vera okkar þekktasti leikmaður og mögulega okkar besti leikmaður í knattspyrnusögunni. Hann er einn af 2-3 sem koma þar upp í hugann. Hann hefur afrekað svo margt að hann yrði vel að því kominn að við gerðum eitthvað flott fyrir hann hér á Laugardalsvelli."

Eiður tilkynnti í síðustu viku að hann ætli að leggja skóna á hilluna, 38 ára að aldri. Eiður er markahæsti landsliðsmaðurinn í sögu Íslands.

„Að vinna alla þessa titla með félögum eins og Chelsea og Barcelona var stórkostlegur árangur."

„Með landsliðinu var hann burðarás og besti leikmaður í fleiri ár og jafnvel áratugi. Hann hefur átt þvílíkan feril og getur sáttur litið um öxl og verið stoltur af því hvað hann hefur afrekað,"
sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner