Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 13. september 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs: Viljum heiðra Eið með eftirminnilegum hætti
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að stefnt sé á að heiðra Eið Smára Guðjohnsen með einhverjum hætti. Til greina kemur meðal annars að Eiður spili sérstakan kveðjuleik á Laugardalsvelli.

„Við munum örugglega skoða hvað er hægt að gera honum til heiðurs, hvað svo sem það verður. Ég er með opinn huga gagnvart því. Við sjáum hvað setur. Við viljum heiðra hann með eftirminnilegum hætti," sagð Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Hann er búinn að vera okkar þekktasti leikmaður og mögulega okkar besti leikmaður í knattspyrnusögunni. Hann er einn af 2-3 sem koma þar upp í hugann. Hann hefur afrekað svo margt að hann yrði vel að því kominn að við gerðum eitthvað flott fyrir hann hér á Laugardalsvelli."

Eiður tilkynnti í síðustu viku að hann ætli að leggja skóna á hilluna, 38 ára að aldri. Eiður er markahæsti landsliðsmaðurinn í sögu Íslands.

„Að vinna alla þessa titla með félögum eins og Chelsea og Barcelona var stórkostlegur árangur."

„Með landsliðinu var hann burðarás og besti leikmaður í fleiri ár og jafnvel áratugi. Hann hefur átt þvílíkan feril og getur sáttur litið um öxl og verið stoltur af því hvað hann hefur afrekað,"
sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild.
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner