Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. september 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Villas-Boas ósáttur - Segir andstæðinginn valda bílslysum
Villas-Boas er þjálfari Shanghai SIPG í Kína.
Villas-Boas er þjálfari Shanghai SIPG í Kína.
Mynd: Getty Images
Andre Villas-Boas, fyrrum stjóri Tottenham og Chelsea og núverandi stjóri Shanghai SIPG í Kína, lét heldur betur stór orð falla í viðtali sem birtist hjá BBC í dag. Þar sakar hann Guangzhou Evergrande, lið sem lærisveinar hans mættu í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Asíu, um að valda bílslysum fyrir leik liðanna.

„Tveir bílar sem voru fyrir framan okkur lentu í þremur slysum. Þetta félag getur valdið slysum," sagði Villas-Boas og átti þar við Guangzhou Evergrande.

Shanghai SIPG vann einvígið í Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni og Villas-Boas og hans menn eru komnir í undanúrslit.

Villas-Boas kvartaði yfir dómaranum í seinni leiknum gegn Guangzhou áður en hann sagði svo: „Þetta er stærsta afrekið í sögu SIPG vegna þess að við vorum að spila gegn liði sem stjórnar asíska knattspyrnusambandinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner