mið 13. september 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher: Everton þurfti sóknarmann frekar en Gylfa
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, er á þeirri skoðun að Everton hefði frekar átt að fjárfesta í sóknarmanni heldur en íslenska landsliðsmanninum, Gylfa Þór Sigurðssyni.

Everton seldi Romelu Lukaku til Manchester United fyrir stóra fjárhæð í sumar og í stað þess að eyða öllum peningnum í sóknarmann eða einhvern einn leikmann, þá ákvað félagið frekar að kaupa nokkra leikmenn og dreifa peningnum vel.

Dýrasti leikmaðurinn sem Everton keypti í sumar var Gylfi Sigurðsson. Þeir borguðu Swansea 45 milljónir punda fyrir hann.

Carragher segir að Everton hafi frekar vantað sóknarmann til að fylla í skarð Lukaku heldur en leikmann eins og Gylfa.

„Það er klárt vandamál í sóknarleiknum hjá Everton, stórt vandamál. (Gylfi) Sigurðsson er frábær leikmaður, en þeir hefðu frekar þurft sóknarmann," sagði Carragher á Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner