mið 13. september 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Pogba þurfi að gera það sem Fellaini gerir
Pogba fór meiddur af velli í gær.
Pogba fór meiddur af velli í gær.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness liggur ekki á skoðunum sínum. Souness, sem er fyrrum stjóri Liverpool, hefur nú gagnrýnt Paul Pogba.

Pogba spilaði bara 19 mínútur fyrir Manchester United gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Pogba þurfti að fara meiddur af velli, en inn á í hans stað kom Marouane Fellaini. Þrátt fyrir að hafa spilað jafn stutt og hann gerði þá fékk Pogba gagnrýni frá Souness eftir leikinn.

„Ég vil sjá Paul Pogba gera það sem Fellaini gerir. Gera hlutina einfaldari," sagði Souness hjá TV3.

„Ég er ekki að segja að Fellaini sé betri kostur. Hann er samt hættulegri og gerir meira fyrir liðið."

„Pogba er flottur á Youtbe."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner