banner
   fim 14. september 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Basel kveiktu í flugeldum á Old Trafford
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákært Basel fyrir hegðun stuðningsmanna þeirra á Old Trafford í Manchester á þriðjudag.

Basel heimsótti Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudag og þurfti að sætta sig við 3-0 tap eftir mörk frá Marouane Fellaini, Romelu Lukaku og Marcus Rashford.

Fjöldi stuðningsmanna liðsins mætti á leikinn. Nokkrir þeirra skemmtu sér aðeins of mikið og kveiktu í flugeldum.

Þetta tók UEFA ekki vel í og ákvað að kæra Basel til aganefndar.

Aganefnd UEFA mun taka málið fyrir 19. október næstkomandi, en gera má ráð fyrir því að Basel fái nokkuð stóra sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner