Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. október 2017 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns hættur með Randers (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Á síðustu 3-4 vikum höfum við Ólafur rætt um það hvernig við getum breytt stöðunni hjá félaginu þar sem staðan er ekki góð. Ólafur hefur verið opinn, traustur og ekki síst hreinskilinn. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur þjálfari og það kunna allir vel við hann hérna. Stundum nærðu bara ekki árangri," segir Michael Gravgaard, framkvæmdastjóri Randers við heimasíðu félagsins í dag.

Þar staðfestir hann að Ólafur Kristjánsson sé hættur þjálfun liðsins. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.

„Við vorum sammála um það að það væri best fyrir félagið ef hann myndi hætta sem þjálfari."

Ólafur Kristjánsson tók við Randers í maí á síðasta ári eftir að hafa áður þjálfað Nordsjælland í Danmörku.

Eftir flotta byrjun dalaði gengi liðsins mikið. Á þessu tímabilið hefur síðan lítið sem ekkert gengið upp og liðið er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki.

„Við höfum ekki byrjað tímabilið vel og við höfum auðvitað rætt hlutina. Eftir þessar samræður komumst við að niðurstöðu að þetta væri besta lausnin. Ég hef reynt mikið síðustu vikurnar og það hefur ekki gengið upp. Því er þetta besta niðurstaðan," segir Ólafur í viðtali sem birtist á heimasíðu Randers.

Með Randers leikur landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.

Sjá einnig:
Hannes: Lundin léttist þegar ég hitti landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner