Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   fim 12. október 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Freysi: Átti góð samtöl við leikmenn
Freyr Alexandersson ræðir við fréttamenn í dag.
Freyr Alexandersson ræðir við fréttamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið á tvo mjög mikilvæga leiki framundan í næstu og þarnæstu viku. Um er að ræða útileiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM.

„Það væri stórkostlegur árangur að fara á þessa tvo sterku útivelli og ná í sex stig en við förum mjög sátt heim með fjögur stig. Við megum ekki tapa í Tékklandi, það yrðu vond úrslit," sagði Freyr.

„Við erum að spila við mjög sterkt lið og þurfum að hitta á toppleik til að ná í þrjú stig út í Tékklandi og ég tala nú ekki á móti risanum í Þýskalandi."

Þrjár vikur verða liðnar frá síðasta leik í Pepsi-deildinni þegar Ísland mætir Þýskalandi næstkomandi föstudag. Leikmenn nota ýmsar leiðir til að halda sér í formi núna.

„Það hefur verið flott samvinna við félögin. Sumar æfa með 2. flokki karla og eru á séræfingum hjá okkur. Markmennirnir eru á séræfingum hjá Óla (Ólafi Péturssyni) og tvær fóru til Valerenga í Noregi á æfingar. Það eru allar að gera sitt besta til að vera í toppstandi," sagði Freysi sem er ánægð með viðbrögðin hjá leikmönnum eftir vonbrigðin á EM í sumar.

„Þetta hefur verið tilfinningaríkt ár í alla staði. Leikmenn komu gíraðir inn í Færeyjar verkefnið og gáfu mikið í það. Ég átti góð samtöl við leikmenn sem ætla sér að gera betur og við erum að fara í góða átt með það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner