Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. október 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti PSG undir rannsókn vegna mútumáls
Mynd: Getty Images
Nasser al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain og beIN fjölmiðlanetsins, er undir rannsókn í Sviss vegna mútumáls.

Khelaifi hefur verið ásakaður um að múta Jerome Valcke, fyrrverandi framkvæmdastjóra FIFA, til að festa kaup á sjónvarpsréttindum fyrir HM 2026 og 2030.

Eins og staðan er í dag á BeIN réttinn til að sýna þessi tvö Heimsmeistaramót í Mið-Austurlöndunum og norðurhluta Afríku.

BeIN er búið að gefa frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem segir fyrirtækið neita öllum ásökunum og vera tilbúið til að starfa með rannsakendum til að komast til botns í málinu.

Málið hefur verið í rannsókn frá 20. mars og eru ásakanirnar á hendur Khelaifi grafalvarlegar og ná yfir hluti á lögbrot við fjársvik, mútur og skjalafals.
Athugasemdir
banner
banner