fim 19. október 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsþjálfari Norður-Írlands missir bílprófið vegna ölvunaraksturs
Michael O'Neill,
Michael O'Neill,
Mynd: Getty Images
Michael O'Neill, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur fengið 180 þúsund króna sekt og missir ökuréttindin í sextán mánuði eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri.

Lögreglan stöðvaði hann á laugardagskvöldi í september og lét hann blása. Áfengismagnið í O'Neill reyndist langt yfir leyfilegum mörkum.

James Mulgrew, verjandi O'Neill, sagði fyrir dómi að þetta hafi einfaldlega verið dómgreindarbrestur hjá landsliðsþjálfaranum.

O'Neill er nú að undirbúa Norður-Írland fyrir leiki gegn Sviss í umspili fyrir HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner