Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. október 2017 07:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mourinho hefur aldrei tekist að vinna eftir að hafa lent tveimur undir
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og lærisveinar hans í Manchester United heimsóttu Huddersfield í gær, nýliðarnir höfðu þar betur 2-1.

Þetta reyndist vera fyrsta tap Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í vetur, en fyrir þennan leik voru þeir búnir að vinna sex og gera tvö jafntefli.

Bæði mörk Huddersfield komu í fyrri hálfleik, og þeir héldu þessari tveggja marka forystu fram á 78. mínútu en þá minnkaði Rashford muninn fyrir gestina.

Frá því að Jose Mourinho kom í ensku úrvalsdeildina hefur hann lent 19 sinnum í því að andstæðingarnir hafa náð tveggja marka forystu, honum hefur aldrei tekist að snúa því í sigur.

Einu sinni hefur hann náð jafntefli en í hin 18, hafa leikirnir tapast.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner