Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 23. október 2017 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar og Heimir sammála í FIFA kjörinu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þrír Íslendingar komu að vali besta leikmanns í heimi í ár, en það voru landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson og Víðir Sigurðsson, ritstjóri íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is.

Cristiano Ronaldo, Neymar og Lionel Messi enduðu sem þrír bestu leikmenn ársins og var það að lokum Ronaldo sem hlaut verðlaunin annað árið í röð.

Aron Einar og Heimir voru nánast með eins uppröðun, þar sem Ronaldo og Neymar voru í fyrstu tveimur sætum beggja. Aron valdi svo Luka Modric í þriðja sætið en Heimir valdi Gianluigi Buffon.

Víðir sleppti Neymar á sínum lista og setti Lionel Messi í fyrsta sæti, Ronaldo í annað og Luis Suarez í það þriðja.

Aron Einar Gunnarsson:
1. Ronaldo (5 stig)
2. Neymar (3 stig)
3. Modric (1 stig)

Heimir Hallgrímsson:
1. Ronaldo
2. Neymar
3. Buffon

Víðir Sigurðsson:
1. Messi
2. Ronaldo
3. Suarez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner