Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 23. október 2017 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo og Messi kusu ekki hvorn annan - Messi gaf Neymar stig
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi kusu ekki hvorn annan í kjöri besta knattspyrnumanns í heimi, ekki frekar en undanfarinn áratug þar sem þeir tveir hafa verið langbestu leikmenn í heimi.

Ronaldo og Messi eru fyrirliðar landsliða sinna og fá því að kjósa um bestu leikmenn heims árlega, eða þar til þeir missa bandið.

Ronaldo hlaut nafnbótina í ár eftir að hafa unnið Meistaradeildina með Real Madrid, en hann hlaut hana einnig í fyrra eftir að hafa unnið EM með Portúgal.

Ronaldo valdi aðeins liðsfélaga sína í valinu og það gerði Messi líka, að undanskildum Neymar sem yfirgaf Barcelona fyrir PSG í sumar.

Neymar sjálfur fær ekki atkvæðisrétt, því Daniel Alves er fyrirliði Brasilíu. Það er þó kostur fyrir Neymar sem fékk fimm stig frá Alves, en Ronaldo og Messi mega augljóslega ekki kjósa sig sjálfa.

Cristiano Ronaldo:
1. Luka Modric
2. Sergio Ramos
3. Marcelo

Lionel Messi:
1. Luis Suarez
2. Andres Iniesta
3. Neymar

Dani Alves:
1. Neymar
2. Lionel Messi
3. Cristiano Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner